Activity

Klumba, Heggstaðamúli, Klifsborg, Hrossaköst, Hróbjargastaðafjall, (Sóleyjartindur) og Hrútaborg 010524

Download

Author

Trail stats

Distance
11.6 mi
Elevation gain
3,914 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
3,914 ft
Max elevation
2,724 ft
TrailRank 
21
Min elevation
161 ft
Trail type
Loop
Time
8 hours 52 minutes
Coordinates
2528
Uploaded
May 2, 2024
Recorded
May 2024
Be the first to clap
Share

near Sodulsholt, Vesturland (Ísland)

Viewed 20 times, downloaded 2 times

Itinerary description

Mergjaður könnunarleiðangur um fjallahringinn kringum Haffjarðardal sem er norðan megin við Hrútaborg en við höfum mænt á þennan hring í meira en tíu ár og alltaf á leiðinni á þessi fjöll. Með flottari könnunarleiðöngrum sem við höfum farið og alger veisla. Útlit fjallanna neðan frá segir lítið um veisluna sem þarna er uppi á hryggjunum.

Ekkert til á veraldarvefnum um göngur á þessi fjöll fyrr en Ísleifur, eðal-Toppfari fór hálfan þennan hring á leið sinni á Tröllakirkju 2020. Ferillinn hans nýttist vel í leit að niðurleið af Hrossaköstum og eins þegar illvígt Hróbjargastaðafjallið virtist ókleift og það gaf byr að vita að Ísleifur hefði komist þetta.

Mikið klöngur og varasöm leið fyrir lofthrædda og ekki hægt að mæla með henni nema í góðu skyggni og sumarfæri. Blautir skaflar eins og við fengum duga vel og geta mýkt og einfaldar leiðarval en í alveg auðu færi gæti þessi leið verið betri t. d. upp Hróbjargastaðfjallið austan megin frekar en vestan megin þar sem við fórum en þar vorum við að eltast við snjóskafla í aðeins varaminni bratta en austan megin.

Við ákváðum eftir á að tilgreina Klumbu með, en öll fjallanöfnin eru á kortum nema nafnlausi tindinn sem er næstur Hrútaborg og við kölluðum "Sóleyjartind" til aðgreiningar því hann stendur stakur og á skilið að hafa nafn. Dalurinn Sóleyjardalur er beint fyrir neðan hann og heimurinn má vel við mýkri fjallanöfnum (nei, ég segi svona :-)). Ef heimamenn vita betur um nafn á þennan tind, þá er það mjög vel þegið.

Á sumum kortum er stafurinn f- í Hrófbjargastaðafjalli og litla fellið í Hítardal þá sömuleiðis Hrófbjörg en ekki Hróbjörg en þegar þetta örnefni er glöggvað á veraldarvefnum þá má sjá Hróbjörg og Hróbjargastaðafjall án stafsins f- og ekkert um örnefnið með f-inu.

Leiðin er alger veisla fyrir þá sem vilja klöngrast og finna leiðir um þessi björg en þau komu virkilega á óvart, risavaxin og formfögur. Fegurð Hrossakasta og Hróbjargastaðafjalls er á pari við frægari fjöllin á svæðinu, Hrútaborg og Tröllalkirkju og eins og minni útgáfur af þeim.

Björgin undir Hrossaköstum og undir Hrútaborg norðaustan megin (utan hefðbundinnar gönguleiðar á Hrútaborg) eru lygilega formfögur og svipmikil. Náttúrufegurðin þarna er með ólíkindum.

Við skilgreindum fjallsmiðjuna þar sem ásarnir mætast allir á norðausturhorni leiðarinnar sem Klifsborg en hún er merkt litlu neðar á sumum kortum og svo á Hrossaköstum á korti Reynis Ingibjartssonar. Neðan við þessa fjallsborg rís Klifsandur sem er augljóslega réttnefni þar sem þetta er hringlaga, klettótt fjall úr svörtum sandi. Það er erfitt að finnast eitthvað annað eiga að vera Klifsborg en klettaborgin ofan Klifsands þar sem hún rís eins og borg ofan við allt saman í sama anda og aðrar "borgir" í örnefnum fjalla (Hrútaborg, Eldborg o.s.frv.). Sem fyrr látum við landslagið ráða þar sem staðsetning á örnefnum er oft ekki alveg á réttum stað þegar á hólminn er komið. Það væri vel þegið ef heimamenn myndu leiðrétta þetta ef þetta er rangt og fá þá á hreint hvar Klifsborg er. Það á allavega mjög vel við ef þessi klettaborg heitir Klifsborg.

Fyrir þá sem vilja reyna að átta sig á flækjustigi leiðarinnar, þá er leiðin upp Hrútaborg létt og greiðfær í samanburði við klöngrið á Hrossaköstum og Hróbjargastaðafjalli en vel fært útsjónarsömum göngumönnum. Leiðin minnir stundum á klöngrið á fjallshrygginn allan upp Smjörhnúk og yfir á Tröllakirkju í Hítardal.

Útsýnið af þessari leið er kyngimagnað. Öll Vatnaleiðin blasir við ofan af Heggstaðamúla og Klifsborg, frá Gvendarskarði niður að Hítarvatni, um skarðið við Klifsand og niður að Hlíðarvatni. Alveg magnaða að sjá leiðina alla svona ofan frá. Þá er ótalið útsýnið til allra átta til fjalla Snæfellsness, Vesturlands, Norðurlands og Suðurlands.

Comments

    You can or this trail