Activity

Lýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi

Download

Trail photos

Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi

Author

Trail stats

Distance
7.56 mi
Elevation gain
3,789 ft
Technical difficulty
Moderate
Elevation loss
3,789 ft
Max elevation
2,927 ft
TrailRank 
55
Min elevation
114 ft
Trail type
Loop
Time
5 hours 32 minutes
Coordinates
1763
Uploaded
August 20, 2023
Recorded
August 2023
Share

near Búðir, Vesturland (Ísland)

Viewed 198 times, downloaded 7 times

Trail photos

Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi Photo ofLýsuhyrna, Smjörhnjúkur og Ánahyrna á Snæfellsnesi

Itinerary description

Ánahyrna og Lýsuhyrna eru ein af mörgum glæsilegum fjöllum sem blasa við af þjóðveginum þegar ekið er um sunnanvert Snæfellsnesið.

Ég keyrði heim að Lýsuhólslaug og lagði bílnum á planinu.
Þaðan er stutt labb upp í Lýsuskarð, skarðið sem skilur að hyrnurnar tvær.
Um Lýsuskarð lá þjóðleið til forna sem farin var norður eða suður yfir fjallgarð milli stranda.

Þegar komið er áleiðis upp skarðið opnast fyrir útsýni yfir Lýsuvötnin og eftir því sem ofar dregur byrtist Snæfellsjökull í allri sinni dýrð.

Eins og ég lagði upp gönguna lá beinast við að byrja á Lýsuhyrnu, fara síðan á Smjörhnjúk og ganga síðan hrygginn upp á Ánahyrnu til baka.
Á leiðinni upp á Lýsuhyrnu ákvað ég að fara hana tiltölulega beint upp en var búinn að ímynda mér að best væri að fara norður fyrir hana og þar upp en fannst hún ekki svo grýtt né brött svo ég lét vaða til að komast að því á niðurleiðinni að norðurhliðin er mun greiðfærari.
Ég mæli því með því að fara norður fyrir og þar upp (leiðin sem ég fór niður).

Útsýnið á Lýsuhyrnu er glæsilegt, jökullinn, Ánahyrna og Smjörhnjúkur.
Ég var frekar óheppinn með það að það var þoka á toppnum á Smjörhnjúki svo ég sá hann ekki en hann hefði átt að blasa við, hæsta fjallið af þessum þremur tæpir 900 metrar.

Þegar komið er niður af Lýsuhyrnu er gengið norður með brúnunum og norður fyrir Lýsuvatn, snoturt vatn upp á heiðinni þar sem áin um Lýsuskarð á upptök sín.

Þegar ég var kominn norður fyrir vatnið tók ég stefnuna á Smjörhnjúk.
Það er tiltölulega þægileg leið, ekki of brött né grýtt.
Leiðin lá upp á hrygginn milli Smjörhnjúks og Ánahyrnu og þar upp inn í þokuna á toppinn, nokkuð auðveld leið.
Þegar toppnum var náð snéri ég við og gekk hrygginn til baka áleiðis á Ánahyrnu.

Hryggurinn milli Smjörhnjúks og Ánahyrnu var framan af auðveldur yfirferðar en um miðja vegu eru klettar á hryggnum sem eru ókleifir og þurfti ég því að skella mér niður í hlíðina sem er frekar brött og grýtt til að komast framhjá þeim.
Þegar komið er upp á hrygginn aftur þurfti ég að fara varlega því þar er hryggurinn orðinn laus í sér og bratt niður á báða vegu.
Eftir að vera búinn að ná á hæsta tind Ánahyrnu stakk ég mér fljótlega niður hlíðina áleiðis heim, kannski ekki auðveldustu leiðina en ekki neitt hættulega.

Niðurstaðan af þessu fjallahoppi er að þetta er mjög skemmtilegur hringur, Lýsuhyrna og Smjörhnjúkur vel greðfær en Ánahyrna aðeins erfiðari og alls ekki fær nema í góðu veðri (hægviðri og góðu skyggni).

Waypoints

PictographSummit Altitude 2,067 ft
Photo ofLýsuhyrna Photo ofLýsuhyrna Photo ofLýsuhyrna

Lýsuhyrna

Lýsuhyrna

PictographFountain Altitude 1,575 ft
Photo ofLýsuvatn Photo ofLýsuvatn Photo ofLýsuvatn

Lýsuvatn

Lýsuvatn

PictographSummit Altitude 2,831 ft
Photo ofSmjörhnjúkur Photo ofSmjörhnjúkur Photo ofSmjörhnjúkur

Smjörhnjúkur

Smjörhnjúkur

PictographSummit Altitude 2,362 ft
Photo ofÁnahyrna Photo ofÁnahyrna Photo ofÁnahyrna

Ánahyrna

Ánahyrna

Comments

    You can or this trail